Collection: Fatnaður

Mandala er þýskt vörumerki sem leggur áherslu á fallegan stíl, vellíðan og sjálfbærni. Öll þeirra lína er framleidd á sjálfbæran hátt úr vottuðum efnum sem eru annað hvort alveg lífræn eða endurunnin á sjálfbæran hátt.
Fötin eru hönnuð fyrir jóga, hreyfingu og daglegt líf – úr mjúkum efnum eins og lífrænni bómull og bambus sem anda vel og fylgja líkamanum í náttúrulegri hreyfingu.
Mandala endurspeglar jafnvægi, meðvitund og  orku í einfaldri og tímalausri hönnun.
Lífsstíll og Vellíðan velur Mandala fyrir gæði, þægindi og umhverfisvæna framleiðslu sem samræmist okkar gildum um meðvitaða hreyfingu, vellíðan og fallega hönnun.